top of page
C360_20210622-120050-71.jpg

HALLDÓRA ÓSK REYNISDÓTTIR

INNANHÚSSARKITEKT FHI

Halldóra Ósk er löggildur innanhússarkitekt FHI og útskrifaðist með BA (Hons) frá IED Barcelona árið 2015. Hún er sjálfstætt starfandi innanhússarkitekt og hefur einnig unnið sem verktaki fyrir önnur hönnunarfyrirtæki hér á Íslandi. 

Halldóra tekur að sér fjölbreytt verkefni og veitir einnig alhliða ráðgjöf fyrir heimilið þitt sem og fyrirtæki sem sniðin er að ykkar þörfum og persónulegum stíl.

Það sem einkennir hönnunarstíl hennar er frumleg og falleg hönnun þar sem skemmtilegar litapallettur og hugmyndaríki fær að njóta sín. Hún er óhrædd að taka áhættu og vinna með djarfar hugmyndir. Einnig hefur hún næmt auga fyrir nýtingu rýmis þar sem áherslan er lögð á lausnarmiðaðar útfærslur og stílhreina hönnun.

bottom of page